sunnudagur, maí 21, 2006

Íslenski boltinn og sjónvarpiðNú er íslenski boltinn farinn að rúlla, heldur betur. Blikarnir eru að gera góða hluti, hafa reyndar oft byrjað vel en fatast svo flugið þegar á líður. Hver kannast ekki við fyrirsagnir á íþróttasíðum eins og þessa "Lánlausir Blikar", ég þori að veðja að þessi setning á eftir að koma í sumar, en gangi mínum mönnum vel, sömuleiðis HK-ingum í 1. deildinni.

En það sem fer alveg svakalega í taugarnar á mér er myndatakan á þessum leikjum. Ég veit það sem fyrrum starfsmaður RÚV þá var það ekki vinsælt á meðal kvikmyndatökumanna að vera sendur til að taka upp svona leiki. Þetta voru yfirleitt menn sem höfðu engan áhuga á sporti og vildu vera inn i studioinu sínu þar sem sagt var í heyrnartólin við þá hvernig þeirr átti að stjórna tökuvlélinni. Og oft gerðu menn í því að gera þetta eins illa og mögulegt var svo þeir yrðu nú ekki sendir aftur á þessa helv...kappleiki.

En ég samt spyr mig oft að því, hvers vegna gilda önnur lögmál um kvikmyndatöku á fótboltaleikjum en bara við venjulega kvikmyndatöku?? Eitt dæmi: Leikmaður sem er kominn inn í teig með boltann, hann hlítur að ætla að skjóta í átt að markinu eða sækja í átt að því, hví er þá ekki hægt að hafa myndarammann þannig að maðurinn sem er með boltann sé í mynd og markið líka sem hann er 98 % að fara að skjóta á??? Í stað þess er myndaramminn þannig að "zoomað" er inn á manninn með boltann, svo að markið hverfur úr mynd, og svo er reynt að fylgja boltanum eftir sem spyrnt er á u.þ.b. 100-200 km hraða á klukkustund á markið og maður missir auðvitað af markinu af því að vélin er á svo mikilli hreyfingu að ekkert festist á filmuna.

Þetta á líka við um hornspyrnur, það er alltaf "zoomað" inn á gaurinn sem er að taka hornið, svo kemur boltinn fyrir, þá er eins og myndtökumaðurinn ranki við sér, eltir boltann, zoomar inn, boltinn hrekkur svo út í teig og einhver spyrnir honum fast á markið og maður nær ekki að sjá neitt!! Þegar verið er að taka upp sjónvarpsefni eða bíómyndir, eða heimavideo þá reynir maður að gæta að þessum hröðu hreyfingum sem gera það að verkum að erfitt og leiðinlegt er að horfa myndefnið, hví er þessi grunnregla ekki viðhöfð þegar verið er að taka upp fótbolta á Íslandi??

6 Comments:

Blogger Villi said...

Já, ég vona að þínum mönnum gangi vel, hef alltaf borið taugar til Blikanna, frændur mínir Grétarssynir héldu náttúrulega uppi liðinu á tímabili og svo eru þeir í grænum treyjum, eins og Skallagrímur

6:35 e.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Er það þess vegna sem það er svona leiðinlegt að horfa á fótboltann?

Nei heirðu þú talar bara um íslenska fótboltann...

Æ, já alveg rétt ég hef frekar takmarkaðann áhuga á fótbolta svona yfir leitt, svo það er líklegast ekki að marka.

3:34 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Þetta á bara við íslenska boltann. Erlendis eru fleiri vélar á leikjunum, að vísu sá ég leik um daginn og hann var tekinn með 3 stk. vélum og öll sjónarhorn og hreyfing á vélum var jafn slæm, svo ég veit ekki hvað þarf að gera til að laga þetta.

5:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Arnar, ég hef smá áhyggjur af þér, hérna... ekki vera að horfa á íslenska boltann í sjónvarpinu, þetta bara getur ekki verið hollt.
N

7:47 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Nei þetta er rétt, en ég er bara að horfa á "hæ-læts" í fréttunum eða fótboltakvöldi, ekki heila leiki.

8:32 f.h.  
Blogger Fjalar said...

Hér kemur síðbúin viðbót við kamerudæmið. Hvers vegna eru allir kvöldleikir teknir á móti sól? Fylkir FH var eins og skuggaleikhús, maður sér ekki hvaða litir þetta eru einu sinni. Og komm tú þink off itt! Stúkur eru iðuklega vísandi í vestur, svona til að maður fái örugglega sólina í augun í sumarleikjum á kvöldin! Kópavogur, Fylkir, KR völlurinn... eru fleiri svona steypur í gangi?

4:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home