sunnudagur, maí 14, 2006

Matarvenjur

Ég hef oft pirrað mig á því þegar ég er að gefa Ívari morgunmat, súrmjólk og kornflex eða cheerios eða hvað það nú er, þá þegar maður er búinn að setja súrmjólkina á diskinn, þá gellur úr munni hans, "hey, ég vildi fá kornflexið fyrst!!" og maður fussar yfir þessu og spyr hann hvaða máli þetta skipti og ofl... Sjáfur áttaði ég mig svo á því, eftir örlitla sjáflsskoðun, þar sem ég fæ mér nunnumorgunmatinn, kornflex, haframjöl og kakó, að ég set þetta alltaf saman í sömu röð, þ.e. kornflex, haframjöl og svo mjólkina og svo fylgja tvær teskeiðar af kakóí út á svo ekkert er maður nú betri en blessuð börnin í þessum efnum.

1 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að við flest höfum einhverjar serimóníur hér og þar. T.d. þegar ég fer að sofa leggst ég fyrst á bakið og svo rétt áður en svefninn sigrar er dásamlegt að snúa sér á vinstri hliðina.

11:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home