fimmtudagur, maí 04, 2006

HM 2006


Wayne Rooney meiddur og verður ekki með á HM er agalegt. Mér þykir þessi strákur vera ansi góður og litríkur, átti erfitt með skapið sitt fyrr í vetur, Ferguson hefur náð að tempra það aðeins sem gerir hann að betri leikmanni.

Mun Owen verða í litlu leikformi, eða ofsalega sprækur eftir góða hvíld, maður spyr sig?? Menn eru eitthvað að velta fyrir sér Peter Crouch, Vassell eða jafnvel Andy Jhonsson hjá Crystal Palace til að taka sæti Rooneys.

Englendingar hafa reyndar ansi góða miðju, Gerrard, Lampard, Beckham, Cole, S.W. Phillips. Veiki hlekkurinn, að mínu áliti, er hinn djúpi miðjumaður hjá þeim sem verður líklega Ledley King hjá Tottenham, Englendingar eiga engann Hamann eða Alonso :(

Vörnin ætti að vera nokkuð góð, en vantar Ashley Cole og Sol Campbell.

Brassarnir eru brattir, hafa stillt upp byrjunarliðinu fyrir fyrsta leik. Didi í markinu, Cafú, og Carlos í bakvörðum, Luzio og Juan sem miðverðir. Ze Roberto og Emmerson sem djúpir miðjumenn. Svo eru það sóknarkvartetinn, Ronaldiniho, Ronaldo, Kaka og Adriano, getur vart klikkað.

Spádómur minn um keppnina mun byrtast hér eftir frumsýningu á Litlu Hryllingsbúðinni, 13. maí : )

2 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Já, aumingja Rooney ég sá hann í sjónvarpinu í gær með fótinn upp á stól í einhverskonar spelku. Þeir sögðu hann vera tvíbrotinn. Hann bar sig nú vel þrátt fyrir allt.

Svo var ég að heyra orðróm um að hann Eyður okkar Smári gæti verið á leið til M. United... Er eitthvað til í því.

3:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Glæsilegt Arnar. Meira af tessu

11:27 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home