mánudagur, janúar 02, 2006

Jólagrauturinn

Þá eru jól og áramót afstaðin. Ég hélt mín fyrstu jól heima hjá mér en ekki á Kópavogsbraut 4 eða á Selfossi þar sem mín ekta kvinna aldi manninn fyrstu 15 ár æfi sinnar. En þaðan kemur sá ágæti siður að elda jólagraut úr einhverjum þurkuðum ávöxtum (sveskjur, apríkósur, döðlur ofl...). Þetta lítur út eins og góð ræpa en bragðast eins og hunang.

Í þau skipti sem ég hef haldið jólin fyrir austan fjall hef ég fengið þennann graut og kunnað því vel. Og nú þótti við hæfi að setja þennann sið á hérna vestan fjallanna þar sem við erum að halda okkar fyrstu jól. Skiptir engum togum að grauturinn er kominn á disk og vel er sett af rjóma samanvið, eins og er háttur sveitamanna að austan. Nú en þrátt fyrir þann kost minn að kunna mér hóf á mörgum sviðum, allavegana hvað mat og drykk varðar, geri ég alltaf sömu mistökin með grautinn góða, ég et alltaf of mikið af honum. En þeir sem ekki þekkja til grautsins þá hefur hann einstaklega losandi áhrif á meltingarveginn og hefur náð næstum því að eyðileggja fyrir mér aðfangadaginn. Ég bið því alla um að gæta hófs við intöku á graut sem þessum, mér vonandi tekst að höndla þetta betur í framtíðinni.

1 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Jú glettilega getur nú grauturinn verið varasamur. Sé þetta alveg fyrir mér lesandi á pakkana á setunni.

7:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home